Vörumynd

Beðið eftir barni - hvers má ?

Beðið eftir barni Í hvers má vænta á
meðgöngunni? eftir Heidi Murkoff og Sharon Mazel
er gríðarlega yfirgripsmikil og ítarleg bók um
allt sem snertir meðgön...

Beðið eftir barni Í hvers má vænta á
meðgöngunni? eftir Heidi Murkoff og Sharon Mazel
er gríðarlega yfirgripsmikil og ítarleg bók um
allt sem snertir meðgöngu og barnsfæðingu;
einstök og ómissandi stoð fyrir verðandi
foreldra. Meðgangan er rakin viku fyrir viku og
greint frá þroska fósturs og breytingum á líkama
móðurinnar. Ýmsum meðgöngukvillum er lýst og
bent á leiðir til að halda þeim í skefjum, rætt
um hvers kyns áhyggjur og vandamál og enn fremur
um alvarlegri veikindi sem haft geta áhrif á
meðgönguna. Fæðingunni sjálfri er lýst stig af
stigi og gefin góð ráð um undirbúning og hvernig
takast megi á við óvænt atvik; einnig er rætt um
keisaraskurði og fjölburafæðingar. Þá er fjallað
um samband móður og barns fyrstu dagana, upphaf
brjóstagjafar og líðan og tilfinningar nýbakaðra
foreldra.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    7.261 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt