Vörumynd

Þingvellir - Opna

Þingvellir Í Þjóðgarður og heimsminjar er
alhliða ferðahandbók líkt og ofangreindar
fyrirsagnir bera með sér. Hér er fjallað um sögu
staðarins, þinghald og ...

Þingvellir Í Þjóðgarður og heimsminjar er
alhliða ferðahandbók líkt og ofangreindar
fyrirsagnir bera með sér. Hér er fjallað um sögu
staðarins, þinghald og búskap, mótun landsins og
náttúrufar. Áhersla er lögð á að opna
þjóðgarðinn fyrir gönguglöðum ferðalöngum með
vönduðum leiðarlýsingum, auk þess sem sérstakt
gönguleiðakort fylgir bókinni. ³Þingvellir eru
áfram þögulir í hógværð sinni á mörkum byggðar
og öræfa og geyma sögu þjóðarinnar, mestu sigra
hennar, dýpstu niðurlæginguna, stærstu
gleðistundirnar. Þangað leita skáld til að yrkja
og mála og vísindamenn til að sannreyna furður
veraldar. Þangað er þjóðinni og þjóðum öllum
boðið að koma, hallast að dökkum hamraveggjum,
spegla sig í lygnum hyljum, teyga að sér ilman
lyngsins, næra og styrkja sál og líkama,
sameinast náttúru og sögu.Ë Sigrún Helgadóttir
fékk Fræðiritaverðlaun Hagþenkis 2009 fyrir bók
sína um Jökulsárgljúfur, sem jafnframt var sú
fyrsta í ritröðinni Friðlýst svæði á Íslandi

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt