Vörumynd

Ísland í allri sinni dýrð

Ísland er í mörgu tilliti land andstæðna. Þar
tekst ljósið á við myrkrið, ísinn við eldinn;
öræfakyrrðin á sér andhverfu í öskrandi briminu
við ströndina og...

Ísland er í mörgu tilliti land andstæðna. Þar
tekst ljósið á við myrkrið, ísinn við eldinn;
öræfakyrrðin á sér andhverfu í öskrandi briminu
við ströndina og hrjóstrið á hálendinu á fátt
sameiginlegt með blómskrúðinu og gróskunni sem
finna má víða í skjólsælum unaðsreitum. Fyrir þá
sem í landinu búa verða þessar andstæður kannski
hvunndagslegar en þeir sem sækja landið heim um
stundarsakir heillast af þeirri fjölbreytni sem
íslensk náttúra geymir.
Ljósmyndararnir Erlend
og Orsoyla Haarberg féllu kylliflöt fyrir
Íslandi og hrifust einkum af andstæðunum sem
blöstu við þeim hvarvetna. Þau komu hingað jafnt
um sumar sem vetur og lögðu sig í framkróka við
að ferðast utan alfaraleiða. Þau búa líka yfir
þolinmæði og útsjónarsemi sem til þarf ef fanga
á unaðsleg og ógleymanleg augnablik á filmu,
enda hafa þau bæði hlotið ótal alþjóðleg
verðlaun fyrir ljósmyndir sínar.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  5.490 kr.
  Skoða
 • Penninn
  Til á lager
  5.199 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt