Vörumynd

Almannavegur yfir Ódádahraun

Í þessu bókarkveri er lýst varðaðri leið yfir
norðurhluta Ódáðahrauns, svonefndum Almannavegi.
Líklegt má telja að þessi leið hafi verið notuð
fyrr á öldum...

Í þessu bókarkveri er lýst varðaðri leið yfir
norðurhluta Ódáðahrauns, svonefndum Almannavegi.
Líklegt má telja að þessi leið hafi verið notuð
fyrr á öldum þegar fara þurfti milli
Norður-Múlasýslu og Mývatns. Fylgja má vörðum
meginhluta leiðarinnar frá Grafarlandaá að Garði
við Mývatn. Í kverinu er saga leiðarinnar rakin
að svo miklu leyti sem hún er þekkt. Þá er
leiðinni lýst og það helsta sem fyrir augu ber
útskýrt. Einnig er vörðunum við leiðina lýst og
GPS-staðsetningar á vörðunum fylgja með í
viðauka. Auk þess er lýst göngu á móbergsstapann
Búrfell sem er einkennifjall við þessa leið og
frábær útsýnisstaður. Þá eru í kverinu tugir
ljósmynda og kort sem sýna leiðina að
staðsetningu varðanna. Bókarkver þetta á erindi
til áhugamanna um sögu hálensdisferða. Þá ætti
kverið að vera áskorun til göngufólks og
hestamanna að kynnast þessu fallega og
fjölbreytta öræfasvæði af eigin raun.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt