Vörumynd

Skilnaður en hvað svo?

Skilnaður - en hvað svo? Leiðsögn á vegi til
betra lífs fylgir Guðný Hallgrímsdóttir
lesandanum á leiðinni sem gengin er eftir
skilnað.

Guðný b...

Skilnaður - en hvað svo? Leiðsögn á vegi til
betra lífs fylgir Guðný Hallgrímsdóttir
lesandanum á leiðinni sem gengin er eftir
skilnað.

Guðný byggir hér á persónulegri
reynslu, starfi sínu í sálgæslu og ekki síst
rannsókn sem hún gerði í meistaranámi sínu en
þar bar hún saman sorgargöngu kvenna sem misstu
maka við andlát og kvenna sem misstu maka við
skilnað.
Guðný fjallar um sorgina sem
óhjákvæmilega fylgir skilnaði, hvernig sem að
honum er staðið. Hér er rætt um sorg þess sem
verður eftir en einnig um sorg þess sem fer, sem
oft er vanmetin.

Guðný beinir sjónum fram á
veginn, styður lesandann á göngunni í átt til
betra lífs, hvetur hann til að missa ekki vonina
og húmorinn er aldrei langt undan.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    2.399 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt