Vörumynd

Smáglæpir

Smáglæpir eftir Björn Halldórsson er smásagnasafn sem samanstendur af sjö sögum úr úthverfum Reykjavíkur. Hér eru skoðaðar ákvarðanir sem ekki verða aftur teknar og eftirsjá sem varir...

Smáglæpir eftir Björn Halldórsson er smásagnasafn sem samanstendur af sjö sögum úr úthverfum Reykjavíkur. Hér eru skoðaðar ákvarðanir sem ekki verða aftur teknar og eftirsjá sem varir út ævina. Persónurnar bera sekt sína í hljóði þar til hún er orðin að þráhyggju sem hvorki er hægt að gangast við né leita sér aflausnar á. Þetta eru smáglæpirnir: tilfinningasárin sem við völdum, tækifærin til að breyta rétt sem við misstum af, orðin sem við létum ósögð. Bókin kom út í kilju vorið 2017 en er nú endurútgefin í sparibúningi.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt