Vörumynd

Prjónað af fingrum fram

AF

Bók þessi er helguð fáguðu handverki og
listsköpun Aðalbjargar
Jónsdóttur, sem er
samofin lífshlaupi hennar og minningum.

Jafnframt er bókin inn...

Bók þessi er helguð fáguðu handverki og
listsköpun Aðalbjargar
Jónsdóttur, sem er
samofin lífshlaupi hennar og minningum.

Jafnframt er bókin innlegg til tóvinnusögu
okkar. Aðalbjörg Jónsdóttir sýndi með afgerandi
hætti hverju hugur og hönd fá áorkað þegar
hæfileikarnir fá að njóta sín. Hún beinlínis
prjónaði af fingrum fram undurfína
samkvæmiskjóla, útprjónaða í fjölbreyttum
mynstrum og formum, og brá ljósi á eiginleika og
sérstöðu íslensku ullarinnar.

En þrátt fyrir
glæsilegt framlag Aðalbjargar til listsköpunar
og merkan þátt hennar í menningarsögu og
reynsluheimi kvenna og atburðasögu þjóðarinnar
hefur hún tilheyrt hinum þögla hópi kvenna þegar
fjallað er um afrek á opinberum vettvangi.

Kristín Schmidhauser Jónsdóttir lauk
handavinnukennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands
1959 og MA-námi í sagnfræði frá Háskóla Íslands
2014. Einnig nam hún skapandi textíliðju við
Kunstgewerbeschule í Zürich og var þar í hópi
starfandi textíllistakvenna.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Forlagið
  5.190 kr.
  Skoða
 • Penninn
  Til á lager
  5.999 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt