Vörumynd

Saga eftirlifenda: Heljarþröm

Heljarþröm er önnur bókin í þríleiknum Saga
eftirlifenda. Þessi stórbrotna og spennandi saga
segir frá ásunum sem lifðu af Ragnarök og
baráttu þeirra við að...

Heljarþröm er önnur bókin í þríleiknum Saga
eftirlifenda. Þessi stórbrotna og spennandi saga
segir frá ásunum sem lifðu af Ragnarök og
baráttu þeirra við að ná tökum á heiminum á ný.
Í Heljarþröm tvinnast saman goðsagnir,
mannkynssaga og samtíminn svo að úr verður þétt
og stórskemmtileg atburðarás: Vakning
Terrakotta-hersins, váleg Eyðilönd árið 2310,
íslenskur tröllaættbálkur, loftskipabardagar og
margt fleira. Við mótun nýrrar heimsmyndar vakna
upp hugleiðingar um fjölmenningu, trúarbrögð,
örlög, orsök og afleiðingu og mátt sagnanna.
Emil Hjörvar Petersen er frumkvöðull á sviði
furðusagna hér á landi. Hann leggur ríka áherslu
á frásagnarlistina, en Saga eftirlifenda er
sannfærandi og frumleg frásögn sem sver sig í
ætt við borgarfantasíur, gufupönk og
heimsendabókmenntir.

Verslanir

  • Penninn
    2.999 kr.
    2.699 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt