Vörumynd

Stálmaðurinn með mörg járn í eldinum

Guðmundur Arason kom frá Vestmannaeyjum ásamt
foreldrum sínum og eldri bróður tll Reykjavíkur á
kreppuárinu 1930. Fjölskyldan var gjaldþrota, þjóðfélagið
st...

Guðmundur Arason kom frá Vestmannaeyjum ásamt
foreldrum sínum og eldri bróður tll Reykjavíkur á
kreppuárinu 1930. Fjölskyldan var gjaldþrota, þjóðfélagið
stóð á brauðfótum og framtíðin allt annað en björt.
Guðmundur Arason fór snemma að vinna
fyrir sér í höfuðborginni. Hann varð að
hætta í skóla 12 ára og gat þannig lagt
fram fé til að fjármagna kaup á lítilli íbúð.
Í þessari bók skrifar Guðmundur um
lífshlaup sitt, árunum í Eyjum, sem voru
honum dýrmæt- og Reykjavík er varð hans
vettvangur. Guðmundur nam járnsmíði og
starfaði lengi við þá iðn ásamt fjölmörgu öðru.
Hann rak eigin vélmiðju, en breytti henni
í járninnflutningsfyrirtæki sem starfar enn af miklum þrótti.
Guðmundur er þekktastur fyrir hnefaleika. Það stóð til að
hann keppti fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum er halda
átti 1939, en þeir voru aldrei haldnir vegna síðari heimsstyrjaldarinnar.
Hann varð Íslandsmeistari í þungavigt
1944 og keppti við heimsfræga hnefaleikara. Hann var
mikill Ármenningur alla tíð og starfaði að uppbyggingu
þess félags af miklum eldmóði. Þá var Guðmundur forseti
Skáksambands Íslands og breytti þar ýmsu til batnaðar.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt