Vörumynd

Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu

Sagan er hin yngsta af þeim fjórum sögum sem alþýðufræðimenn 19. aldar rituðu um ævi og aldurtila Natans Ketilssonar á Illugastöðum. Hún er heilstæðust þessara sagna og rituð af miklu...

Sagan er hin yngsta af þeim fjórum sögum sem alþýðufræðimenn 19. aldar rituðu um ævi og aldurtila Natans Ketilssonar á Illugastöðum. Hún er heilstæðust þessara sagna og rituð af miklu listfengi. Hér er dregin upp lifandi mynd af mannlífi í Húnaþingi á 19. öld.

Höfundur rekur aðdraganda morðbrennunnar á Illugastöðum aðfaranótt 14. mars 1928. Frásögnina byggir höfundur á allt að aldargömlum munnmælum. Er að vonum nokkur munur á þeim sögnum og því sem fram kemur í réttarskjölum eins og Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur rekur í eftirmála bókarinnar.

Aftaka Agnesar og Friðriks á Þrístöpum í Vatnsdalshólum sem sagt er ítarlega frá í bókinni var hin síðasta á Íslandi. Bændur úr gervöllu Húnaþingi voru skikkaðir til að vera þar viðstaddir og allar götur síðan hefur þessi athöfn og sagan þar bakvið verið þjóðinni hugleikin.
Í sögulok rekur höfundur afdrif þeirra sem eftir lifa og þá einkanlega sögu Skáld-Rósu frá Vatnsenda sem var um tíma ástkona Natans Ketilssonar.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  3.990 kr.
  Skoða
 • Penninn
  3.399 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt