Vörumynd

Litla lundapysjan

Þessi saga byggir á sönnum atburðum sem gerst
hafa á hverju ári í
Vestmannaeyjum frá því elstu
menn muna. Sagan segir frá því þegar
lundapysja ...

Þessi saga byggir á sönnum atburðum sem gerst
hafa á hverju ári í
Vestmannaeyjum frá því elstu
menn muna. Sagan segir frá því þegar
lundapysja
skríður úr egginu sínu og fl ýgur síðar í átt að
ljósunum í
bænum. Þar reyna börnin að bjarga
henni og koma á haf út. Pysjan lendir
í ýmsum
ævintýrum á þessum tíma.
Höfundur sögunnar er
Hilmir Högnason, átta barna faðir og rafvirki

mennt. Hilmir er fæddur 27. ágúst 1923 í
Vatnsdal í Vestmannaeyjum
og er þetta hans önnur
bók. Áður hefur hann gefi ð út
ljóðabókina
Vatnsdals Hilmir er og verður til.
Hilmir er sonur Högna Sigurðssonar
bónda í
Vatnsdal í Vestmannaeyjum og Guðnýjar
Magnúsdóttur frá
Norður Búðarhólshjáleigu í
Landeyjum. Hilmir hefur alið allan sinn aldur
í
Vestmannaeyjum fyrir utan rúmt ár þegar hann
þurfti að fl ýja undan
eldgosinu í Heimaey.
Hilmir bjargaði pysjum þegar hann var
ungur
drengur og tók einnig þátt í pysjubjörgun
með börnum sínum átta.

Grafískur hönnuður og myndskreytir Gunnar Júlíusson
Útgefendur Örn Hilmisson og Óðinn Hilmisson

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt