Vörumynd

Hornstrandir og Jökulfirðir 5

Hornstrandir og Jökulfirðir
Ýmsar frásagnir af
horfnu mannlífi
Hallgrímur Sveinsson tók
saman
5. bók

Uppistaðan í Hornstrandab...

Hornstrandir og Jökulfirðir
Ýmsar frásagnir af
horfnu mannlífi
Hallgrímur Sveinsson tók
saman
5. bók

Uppistaðan í Hornstrandabók 5. er
greinin Yst á Hornströndum Ferðaminningar frá
1940 eftir Jóhann Hjaltason, fræðimanninn
góðkunna. Þessar frásagnir Jóhanns, sem ekki
hafa birst áður, eru í raun ómetanlegar fyrir
þá sem láta sig Hornstrandir og íbúa þeirra
einhverju skipta.
Árið 1940 er byggðin enn
býsna traust, en svo hallar hratt undan fæti.
Lýsingar Jóhanns á fólkinu, bændum og búaliði og
öllum aðstæðum þar nyrðra, eru skemmtilegar,
lifandi og ótrúlega glöggar. Þeir sem ferðast um
þessar eyðibyggðir í dag hljóta að fagna því að
fá að kynnast frásögnum Jóhanns af síðustu
íbúunum yst á Hornströndum. Ævar Petersen,
dýrafræðingur, skrifar grein sem nefnist
Hvítabirnir á Vestfjörðum fyrr og síðar. Þar
koma Hornstrandir að sjálfsöðgðu mikið við sögu.
Þetta er undirstöðugrein hjá Ævari sem full
ásæða er til að vekja athygli á.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt