Vörumynd

íslensk orðsifjabók - ný

Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar, sem er
fyrsta verk sinnar tegundar á íslensku, er nú
fáanleg á ný. Þar eru skýringar og
skýringartilgátur á upprun...

Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar, sem er
fyrsta verk sinnar tegundar á íslensku, er nú
fáanleg á ný. Þar eru skýringar og
skýringartilgátur á uppruna og venslum íslenskra
orða og orðmynda, jafnt úr fornu máli sem úr
nútímaíslensku. Alls eru í bókinni um 25.000
uppflettiorð. Borið er saman við grannmálin,
önnur germönsk mál og við fjarskyldari mál þegar
þörf er á. Hugmyndir annarra fræðimanna um ýmis
torskýrð orð eru dregnar fram og leggur höfundur
á þær vel rökstutt mat. Hann leggur mikla
áherslu á að skýra erlend tökuorð í íslensku og
gefur það bókinni mikið gildi þar sem um mörg
þeirra er nú fjallað í fyrsta sinn.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt