Vörumynd

Leiðin frá Langanesi suður í höfn og heim aftur

Í þessari bók segir Jón Eggertsson sögu sína, en hann fæddist og ólst upp á Þórshöfn á Langanesi, fluttist síðan suður á unglingsaldri 1941 ásamt systkinum sínum og foreldrum Eggerti ...

Í þessari bók segir Jón Eggertsson sögu sína, en hann fæddist og ólst upp á Þórshöfn á Langanesi, fluttist síðan suður á unglingsaldri 1941 ásamt systkinum sínum og foreldrum Eggerti lækni og Magneu. Hann var á síld fyrir norðan á sumrin en við þorskveiðar í vestmannaeyjum á vetrum. Hann réð sig á færyeska skútu 1948, einn túr sem endaði í Færeyjum, en þar vantaði mann á norskt tankskip. Hann sló til og kom ekki heim næstu 14 ár, silgdi um öll heimsins höf. Jón er minnugur í betra lagi og kjarnyrtur. Fyrri hluti bókarinnar er helgaður frásögn hans frá Þórshafnarárunum og fléttað þar inní skýrslum Eggerts Einarssonar héraðslæknis, föður hans, en þær eru upplýsandi um menn og málefni á Langanesi og víðar. Þar á eftir koma sögur úr hnattsiglingunum og í bókarlok eru æskuminningar Jóhönnu Erlu Jónsdóttur sem settar eru upp í barnabókastíl. Heim kominn settist Jón að í Borgarnesi og rak þar efnalaug og verslun um árabil og eignaðist átta börn...

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt