Vörumynd

Hjólabókin 4 - Árnessýsla

Fjórða Hjólabókin fjallar um Árnessýslu. Í mestu
ferðamannasýslu landsins er fjöldinn allur af
spennandi leiðum fyrir hjólreiðafólk.
Hér er
lýst tó...

Fjórða Hjólabókin fjallar um Árnessýslu. Í mestu
ferðamannasýslu landsins er fjöldinn allur af
spennandi leiðum fyrir hjólreiðafólk.
Hér er
lýst tólf hjólreiðaleiðum, auðveldum og erfiðum,
sem eiga það sameiginlegt að þær liggja í hring
og að hægt er að loka hringnum á einum degi.
Hverri leiðarlýsingu fylgja tillögur að fleiri
ferðum. Auk þess er fjallað um átta léttar
hringleiðir sem ekki teljast til dagleiða.
Einnig er í bókinni að finna kort af
almenningssamgöngum og umferðarþunga. Helstu
hagnýtu upplýsingar um hverja leið eru
útlistaðar í máli og á kortum. Allar leiðirnar
eru teiknaðar með litaskala sem útskýrir hve
brattinn er mikill. Rúmlega 200 ljósmyndir gefa
innsýn í sýsluna, hvernig þar er umhorfs og
hverskonar vegir og stígar bíða lesenda.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    2.899 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt