Vörumynd

Ljóðasafn Ingibjargar Haraldsdóttur

Ingibjörg Haraldsdóttir er meðal virtustu og
vinsælustu ljóðskálda á Íslandi. Hún kortleggur
í ljóðum sínum líf konu frá bernsku gegnum æsku
og fullorðinsár...

Ingibjörg Haraldsdóttir er meðal virtustu og
vinsælustu ljóðskálda á Íslandi. Hún kortleggur
í ljóðum sínum líf konu frá bernsku gegnum æsku
og fullorðinsár, og um leið orðar hún líf og
hugsanir lesenda sinna af einstökum næmleika.
Ljóð hennar eru einlæg, oft launfyndin, og koma
til lesandans eins og persónuleg gjöf.Ingibjörg
hefur sent frá sér fimm ljóðabækur sem allar
hafa verið ófáanlegar um nokkurt skeið. Fyrir þá
síðustu, Hvar sem ég verð (2002), fékk hún
Íslensku bókmenntaverðlaunin. Ljóð hennar hafa
verið þýdd á mörg tungumál og birst bæði í bókum
og tímaritum erlendis. Hún hefur tvisvar verið
tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
og hún hlaut Ljóðaverðlaun Guðmundar
Böðvarssonar árið 2000. Ingibjörg hefur einnig
verið ötull þýðandi bókmennta úr rússnesku og
spænsku. Fyrir þýðingar sínar á skáldsögum
Dostojevskís hlaut hún bæði menningarverðlaun DV
og Íslensku þýðingarverðlaunin

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  4.790 kr.
  Skoða
 • Penninn
  4.865 kr.
  4.379 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt