Vörumynd

Goðheimar 3 - Veðmál Óðins

Bókaflokkurinn um Goðheima eftir Peter Madsen
hóf göngu sína fyrir rúmum þrjátíu árum og nýtur
nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Nú er
þriðja bókin, Go...

Bókaflokkurinn um Goðheima eftir Peter Madsen
hóf göngu sína fyrir rúmum þrjátíu árum og nýtur
nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Nú er
þriðja bókin, Goðheimar 3: Veðmál Óðins, komin
út á íslensku.

Valkyrjur hafa það hlutverk að
velja hugrakka bardagamenn í lið Óðins sem mun
að lokum verja heim goða gegn jötnum. En Óðinn
er ekki ánægður með kappana sem þær útvega honum
og veðjar við þær að sjálfur geti hann farið til
Miðgarðs og fundið þrjá vaska menn sem slái
öllum öðrum við. Verkið er þó flóknara en Óðinn
ímyndaði sér og hann tefst við leitina. Á meðan
hrifsa bræður hans til sín öll völd í Valhöll og
gera afdrifaríkar breytingar.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  3.490 kr.
  Skoða
 • Penninn
  Til á lager
  3.499 kr.
  3.149 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt