Vörumynd

Líkvaka

Út er komin skáldsagan Líkvaka eftir Guðmund S.
Brynjólfsson.
Sögupersónan Engilbert kynnist
ungur ofbeldi og djöfulskap mannlífsins.
Uppkominn sam...

Út er komin skáldsagan Líkvaka eftir Guðmund S.
Brynjólfsson.
Sögupersónan Engilbert kynnist
ungur ofbeldi og djöfulskap mannlífsins.
Uppkominn samsamar hann sjálfsmynd sína
kenningum heilagrar ritningar þar sem hann
sjálfur er andstæða mannsonarins. Skólaganga,
sjómennska, stofnanavist og sólarströndin á
Spáni litast jafnan af dökkleitu skopskyni og
takmarkaðri ást sögupersónunnar á sjálfri sér og
samferðamönnum.
Glæp Engilberts er lýst í
smáatriðum og hann er að vonum óhugnanlegur en
um leið rökrétt endurspeglun þeirrar hliðar sem
heimurinn snýr að honum allt frá barnæsku.

Kolsvört og skelfileg hörmungarsagan er vörðuð
spaugilegum uppákomum, kynlegum kvistum og
leiftrandi snilld höfundar í samfélagsgreiningu.
Yfir og allt um kring eru svo ljúfsárar
minningar um dagana, allt of fáu, hjá séra Þórði
og frú Oddnýju.
Líkvaka er í senn
þjóðfélagsádeila og guðfræðileg pæling sem á
erindi við okkur öll.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  5.290 kr.
  3.989 kr.
  Skoða
 • Penninn
  5.299 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt