Vörumynd

Vestfirskir sjómenn í blíðu og

³Gamanmál eru nauðsynleg, en að baki þeim býr
alvara lífs og dauða. Það vitum við sjómennirnir
ef til vill betur en aðrir.Ê Svo mælti hinn
landsþekkti skiph...

³Gamanmál eru nauðsynleg, en að baki þeim býr
alvara lífs og dauða. Það vitum við sjómennirnir
ef til vill betur en aðrir.Ê Svo mælti hinn
landsþekkti skipherra, Eiríkur Kristófersson,
sem var Vestfirðingur í húð og hár. Vestfirskir
sjómenn eru karlar í krapinu og kalla ekki allt
ömmu sína. Það má ekki minna vera en þeim sé
helguð ein bók þar sem eingöngu er slegið á
léttari strengi.
Jón Sigurðsson kallaði
gömlu þjóðsögurnar alþýðusögur. Í bók þessari
eru eingöngu vestfirskar alþýðusögur í léttum
dúr sem allar hafa birst áður. Sumar margoft.
Hér eru lögmál sagnfræðinnar ekki höfð að
leiðarljósi heldur eingöngu skemmtigildið.
Margar af þessum frásögnum eru þó dagsannar.
Verður ekki farið nánar út í það. Heimildir
látnar lönd og leið. Vonandi hafa menn gaman af.
Til þess er leikurinn gerður.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt