Vörumynd

Sokkaprjón

Í þessari líflegu og fallegu bók er að finna 52
uppskriftir að sokkum á kríli, krakka, konur og
karla. Í bókinni eru einfaldar og skýrar
uppskriftir að alls...

Í þessari líflegu og fallegu bók er að finna 52
uppskriftir að sokkum á kríli, krakka, konur og
karla. Í bókinni eru einfaldar og skýrar
uppskriftir að alls kyns sokkum og ótal
munsturbekkjum en einnig nákvæmar leiðbeiningar
með ljósmyndum sem sýna hvernig sokkar eru
prjónaðir.

Guðrún S. Magnúsdóttir, höfundur
bókarinnar, setti sér það markmið að prjóna eina
sokka á viku í heilt ár til að kenna
afkomendunum sokkaprjón. Eftir árið var komið
efni í þessa fjörlegu bók og börnin vildu deila
afrakstrinum með fleirum. Sonur hennar tók
ljósmyndir af fjölskyldumeðlimum í sokkunum fínu
og dóttir hennar sá um umbrot og nú geta allir
áhugasamir fengið fjölbreytta og skemmtilega
leiðsögn um sokkaprjón af ýmsu tagi.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  3.990 kr.
  Skoða
 • Penninn
  4.148 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt