Vörumynd

Skálmöld kilja

Glæsimennið Sturla Sighvatsson er metnaðargjarn
og sjálfsöruggur höfðingjasonur sem ætlar sér
sífellt meiri völd. Aðrir höfðingjar standa í
vegi hans og nei...

Glæsimennið Sturla Sighvatsson er metnaðargjarn
og sjálfsöruggur höfðingjasonur sem ætlar sér
sífellt meiri völd. Aðrir höfðingjar standa í
vegi hans og neita að bugta sig; eftir
langvinnar erjur og svik lýstur fjölmennum
fylkingum saman á Örlygsstöðum. Í grimmilegum
bardaga falla hetjur í valinn, öldungar og
unglingar, og eftir á er margs að hefna: upp er
runnin skálmöld. Skálmöld er fjórða bókin í
Sturlungabálki Einars Kárasonar en jafnframt sú
fyrsta: hér er lýst aðdraganda þess að út braust
borgarastyrjöld á Íslandi svo að eldar loguðu og
blóðið flaut. Einar hefur áður gert stóratburðum
13. aldar eftirminnileg skil í Óvinafagnaði,
Ofsa og Skáldi, greitt úr söguflækjum og
ættartölum, litið inn í hugskot stórlaxa og
smælingja og horft á söguna af óvæntum
sjónarhóli. En kveikja allra þessara atburða er
hér Í í metnaði og stolti skeikulla manna. Fyrri
bækur Einars um Sturlungaöldina hafa hlotið
einróma lof og glætt mjög áhuga fólks á þessu
róstusama tímabili Íslandssögunnar

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    3.699 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt