Vörumynd

Heilaskurðaðgerðin

Heilaskurðaðgerðin eftir Dag Hjartarson er óður til lífsins, ástarinnar og gleðinnar. Bjartar skuggamyndir af ástinni og heilaskurðaðgerð. Fagurt eins og óvæntur fundur ástar og dauða...

Heilaskurðaðgerðin eftir Dag Hjartarson er óður til lífsins, ástarinnar og gleðinnar. Bjartar skuggamyndir af ástinni og heilaskurðaðgerð. Fagurt eins og óvæntur fundur ástar og dauða á skurðborði.

RIGNINGARDAGUR
við liggjum í skjóli
undir geigvænlegu reynitré

það er eins og kræklótt myrkur
sem sólin hefur rifið upp úr jörðinni

á stofn þess hafa aðrir elskendur en við
rist nöfn sín
svo þau geti líka vaxið upp í himininn

Dagur Hjartarson er fæddur á Fáskrúðsfirði árið 1986. Hann fékk Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2012 fyrir sína fyrstu ljóðabók og Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2016. Þá var Dagur tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins árið 2017 fyrir skáldsöguna Síðasta ástarjátningin.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    2.499 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt