Vörumynd

Vindur í seglum III

Vindur í seglum III er þriðja bindi sögu
verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum eftir Sigurð
Pétursson sagnfræðing. Sögusviðið er Ísafjörður
og Ísafjarðardjúp á ...

Vindur í seglum III er þriðja bindi sögu
verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum eftir Sigurð
Pétursson sagnfræðing. Sögusviðið er Ísafjörður
og Ísafjarðardjúp á tímabilinu 1931-1970. Á
fyrri hluta tímabilsins voru verkalýðsbarátta og
stjórnmálastarf tvær eggjar á sama sverði.
Fjallað er um Rauða bæinn Ísafjörð, átök og
athafnalíf, baráttu verkafólks og sjómanna,
brottnám Hannibals frá Bolungarvík, harðvítugt
sjómannaverkfall og Hesteyrarhneykslið. Við sögu
koma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar á
Vestfjörðum, Finnur Jónsson, Hannibal
Valdimarsson, Guðmundur G. Hagalín, Björgvin
Sighvatsson og hundruð vestfirskra karla og
kvenna; verkafólk, sjómenn, vélstjórar,
iðnaðarmenn og verslunarfólk.Vindur í seglum
fangar lesandann og fleytir honum á slóðir
vestfirskra sjómanna og verkafólks á 20. öld.
Það er saga fólksins sem byggði vestfirska bæi
og þorp á mótunarskeiði íslensks þjóðfélags,
þegar alþýðan vann sér þegnrétt í samfélaginu
með hugsjónir jafnréttis og samstöðu að vopni.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt