Húfuprjón Í 57 uppskriftir á kríli, krakka,
konur og karla er litrík og fjölbreytt bók með
alls konar húfum ætluð öllum sem hafa áhuga á
prjónaskap. Hér eru einfaldar og skýrar
uppskriftir að húfum á fólk á öllum aldri, sem
og gagnlegar leiðbeiningar, góð ráð og örstutt
kennsla í því prjóni og hekli sem kemur fyrir í
u...
Húfuprjón Í 57 uppskriftir á kríli, krakka,
konur og karla er litrík og fjölbreytt bók með
alls konar húfum ætluð öllum sem hafa áhuga á
prjónaskap. Hér eru einfaldar og skýrar
uppskriftir að húfum á fólk á öllum aldri, sem
og gagnlegar leiðbeiningar, góð ráð og örstutt
kennsla í því prjóni og hekli sem kemur fyrir í
uppskriftunum. Guðrún S. Magnúsdóttir hefur
áratuga reynslu af prjónaskap, bæði í starfi
sínu sem handavinnukennari og í tómstundum.
Guðrún hefur áður sent frá sér bókina Sokkaprjón
sem notið hefur mikilla vinsælda. Húfuprjón er
byggð upp á sama hátt og Sokkaprjón og sem fyrr
vann fjölskylda Guðrúnar bókina með henni.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.