Vörumynd

Alþjóðaheilbrigðismál Ísland til áhrifa

Davíð Á. Gunnarsson verkfræðingur og ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu var kjörinn formaður Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Nú hefur Davíð tekið saman bók um reynslu sí...

Davíð Á. Gunnarsson verkfræðingur og ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu var kjörinn formaður Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Nú hefur Davíð tekið saman bók um reynslu sína: Alþjóðaheilbrigðismál – Ísland til áhrifa.
Á bókarkápu er vitnað í Jón Kristjánsson, fyrrum ráðherra: „Bókin er merk heimild um starf stofnunarinnar og bakgrunn á þessum árum. Ekki síður er hún fróðleg heimild um starfs hans og íslenskra embættismanna í heilbrigðiskerfinu að þeim alþjóðlegu verkefnum sem uppi voru. Jafnframt er veitt nokkur innsýn í reynslu hans af þeirri valdabaráttu sem fram fer á þessum vettvangi og fjallað um hin hrikalegu viðfangsefni sem stofnunin glímir við. Það má fullyrða að mikill fengur sé að bókinni fyrir þá sem hafa áhuga á því að fræðast um það mikilvæga svið sem stofnunin starfar á.“

Í formála bókarinnar segir Kristinn Andersen fyrrv. formaður VFÍ: „Í frásögn sinni gefur Davíð áhugaverða sýn frá eigin sjónarhorni inn í stofnanakerfið, hvernig bandalög þátttakenda verða til og hvernig þau taka á sig nýjar myndir eftir því sem vindar blása í heimsmálum og kaupin gerast á eyrinni. Mörg atvik eru spaugileg og eftirminnileg, en sýna jafnframt hvernig hagsmunir og persónuleikar þátttakenda hafa áhrif á framvindu mála.“

Verslanir

  • Penninn
    5.499 kr.
    4.949 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt