Wise lausnir ehf

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Um fyrirtækið

Wise er leiðandi upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, þjónustu og innleiðingu á breiðu úrvali viðskipta- og rekstrarlausna. Wise þróar og býður lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að stýra fjármálum sínum og rekstri á hagkvæman hátt og öðlast þannig samkeppnisforskot. Wise þjónustar breiðan hóp viðskiptavina hjá yfir 1000 fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.

Hjá Wise starfa tæplega 200 sérfræðingar á starfsstöðvum félagsins í Reykjavík og á Akureyri. Við erum fjölbreyttur hópur fólks sem eigum það sameiginlegt að brenna fyrir upplýsingatækni, nýsköpun og árangri viðskiptavina. 

Wise hefur verið Microsoft partner frá 2014, er með Jafnlaunavottun og hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA árið 2022.  

Lausnir Wise: Viðskiptalausnir, Bókhaldskerfi í áskrift, Dynamics 365, Viðskiptagreind, Sveitarfélagalausnir, Skeytamiðlun, Veflausnir, Gervigreind, Flutningalausnir.