Kennitala: 640169-2309
640169-2309
Í Hrunamannahreppi er fjölbreytt og gott mannlíf þar sem skemmtileg tækifæri eru á hverju strái fyrir áhugasama og dugmikla einstaklinga. Í sveitarfélaginu búa um 925 manns og þar af eru um 500 á Flúðum. Á Flúðum er grunn-, leik- og tónlistarskóli, íþróttahús, bókasafn, sundlaug, líkamsrækt, verslanir og fjölbreytt afþreying.
Samgöngur í allar áttir eru góðar, helstu náttúruperlur landsins eru innan seilingar og svo segja margir að veðrið sé alltaf aðeins betra í Hrunamannahreppi – það er góður kostur !
Frekari upplýsingar um sveitarfélagið má finna á www.fludir.is