Medium og dark, frábærar froður fyrir þá sem eru að leita að hinni fullkomnu náttúrulega brúnu áferð. Froðan nær fullri virkni á 4-6 tímum eða yfir nótt og þarf að skola af, munurinn er hversu dökkan lit þú vilt fá. Fast, f ljótvirk brúnkufroða. Gefur náttúrulegan ljósan lit eftir 1 tíma, millibrúnan eftir 2 tíma og svo enn dekkri eftir 3 tíma. Þegar óskalitnum er náð er farið í sturt…
Medium og dark, frábærar froður fyrir þá sem eru að leita að hinni fullkomnu náttúrulega brúnu áferð. Froðan nær fullri virkni á 4-6 tímum eða yfir nótt og þarf að skola af, munurinn er hversu dökkan lit þú vilt fá. Fast, f ljótvirk brúnkufroða. Gefur náttúrulegan ljósan lit eftir 1 tíma, millibrúnan eftir 2 tíma og svo enn dekkri eftir 3 tíma. Þegar óskalitnum er náð er farið í sturtu og líkaminn skolaður án sápu. Insta grad, brúnkufroða sem gefur þér fallegan náttúrulegan lit samstundis sem svo er hægt að byggja upp með reglulegri notkun. Má nota daglega þar til að hinu fullkomnu útliti er náð. Allar froðurnar eru lyktarlitlar. Undirbúningur er lykillinn að réttri útkomu, skrúbbið og rakið óæskileg hár að minnsta kosti 24 tímum áður en brúnkufroða er notuð. Eftir það ertu tilbúin til að setja á þig brúnkufroðu. Notið hanska sem hjálpar til við að ná jafnri áferð. Setjð froðuna í hanskann og berið á með hringlaga hreyfingum á líkamann. Erfiðustu svæðin til að ná jafnri áferð eru hné, olnbogar og hendur til að koma í veg fyrir ójafna áferð beygið hné og olnboga og gerið eins og kló með hendurnar í hanskanum og jafnvel þó að þér finnist það kjánalegt þá virkar það. Áður en þú klæðir þig vertu viss um að froðan sé fullkomlega orðin þurr. Það tekur 4-6 tíma að fá rétta litinn (hægt að bíða yfir nótt) en þegar þú ert sátt/ur þvoðu þér án sápu eða sjampós.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.