Vörumynd

ANS Switch Farandhleðslustöð 6-16A með skjá

Hleðslan

ANS Switch Farandhleðslustöðin er stillanlega frá 8A upp í 16A (3,6kW) með hnappi á snertiskjá. Á skjánum má einnig sjá upplýsingar um hitastig, hve mikið hefur verið hlaðið í núverandi hleðslulotu,  hleðslutíma, bilanir og fleira. Á bakhlið stöðvarinnar eru tæknilegar upplýsingar, tafla sem útskýrir þýðingu LED ljósa og notkunarleiðbeiningar.

Stöðin er fáanleg með hleðslutengli af gerð 1 (T…

ANS Switch Farandhleðslustöðin er stillanlega frá 8A upp í 16A (3,6kW) með hnappi á snertiskjá. Á skjánum má einnig sjá upplýsingar um hitastig, hve mikið hefur verið hlaðið í núverandi hleðslulotu,  hleðslutíma, bilanir og fleira. Á bakhlið stöðvarinnar eru tæknilegar upplýsingar, tafla sem útskýrir þýðingu LED ljósa og notkunarleiðbeiningar.

Stöðin er fáanleg með hleðslutengli af gerð 1 (T1) eða gerð 2 (T2).

Nánar:

  • Notkun:Stungið í samband við hefðbundinn heimilistengil
  • Varnarflokkur: IP65
  • Mál:178mm(L)*80mm (B)*45mm(H)
  • Spenna:AC220V/120V/208V/240V
  • Straumur:6A Min - 16A Max
  • Tíðni:50Hz Or 60Hz
  • Leyfilegt hitasvið: -25°C - +50℃

Notkunarleiðbeiningar:

  1. Stöðinni er stungið í samband við hefðbundinn tengil.
  2. Veljið hámarks straum (16A, 13A, 10A eða 8A)og tengið síðan bílinn. Athugið að sjálfgefið val er 16A og því nauðsynlegt að vera meðvitaður um hvernig stilla skal stöðina.
  3. Þegar búið er að stinga í samband er mælt með því að ganga úr skugga um að hleðsla sé hafin áður en bifreiðin er yfirgefin. Ef annaðhvort bilanaljósið (Fault1 eða Fault2) blikkar eða logar veitir eftirfarandi tafla upplýsingar um bilunina:

Athugið að þó stöðins sé vatnsheld er ávallt mælt með því að skýla tenglum og boxi fyrir raka eftir því sem kostur er.

Almennar upplýsingar

Ástand Power Mode Fault1 Fault2
Upphafsástand Logar Blikkar Blikkar Blikkar
Í sambandi við bíl og tengil Logar Slökkt Slökkt Slökkt
Hleður Logar Blikkar Slökkt Slökkt
Fullhlaðinn (hleðslu lokið) Logar Logar Slökkt Slökkt
Sjálfvirk prófun eftir bilun Logar Slökkt Logar Logar
Bilun í samskiptum við bíl Logar Slökkt Slökkt Logar
Yfir eða undirspenna Slökkt Logar Slökkt
Bilun í jarðtengingu Slökkt Slökkt Blikkar
Bilun vegna yfirstraums Logar Slökkt Blikkar Slökkt
Bilun vegna straumleka Slökkt Blikkar Blikkar
Bilun vegna ofhitnunar Logar Logar Logar Logar

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt