Vörumynd

Mistur kjóll Blár

Volcano Design

Mistur er mjúkur og dömulegur wrap kjóll. Hálsmálið fer í V og fellur á misvíxl yfir hvort annað. V hálsmálin lengja hálsinn og fara svo mörgum ótrúlega vel.

Hann er með síðum ermum með svolitlu púffi öxlunum sem eru þó ekki of þröngar. Framstykkin eru heil og án allra sauma svo fallegt efnið nýtur sín vel.

Pilsið er með góðum sniðsaumum að aftan svo það liggur slétt og fallega yfir rass …

Mistur er mjúkur og dömulegur wrap kjóll. Hálsmálið fer í V og fellur á misvíxl yfir hvort annað. V hálsmálin lengja hálsinn og fara svo mörgum ótrúlega vel.

Hann er með síðum ermum með svolitlu púffi öxlunum sem eru þó ekki of þröngar. Framstykkin eru heil og án allra sauma svo fallegt efnið nýtur sín vel.

Pilsið er með góðum sniðsaumum að aftan svo það liggur slétt og fallega yfir rass og mjaðmir. Bakið er með svolítið meiri vídd sem felur allar brjóstahaldaralínur og hér að sama skapi er leikið með andstæður og mittið fær meira vægi.

Hann er bundinn saman með bandi en hægt er að hafa slaufu að aftan eða bundið í hnút að framan eða í hlið.

Einnig kemur mjög vel út að binda beltið saman að framan í litla slaufu og nota kjólinn þannig sem gollu.

Mistur kemur í 3 stærðum XS (hentar ca 36/38-40), S (40-42/44) og M (44-46/48).

Við mælum með 30°C þvotti og vinsamlegast forðist þurrkarann þar sem hann fer aldrei vel með flíkurnar.

Efnisblanda: 95% Polyester, 5% Elastine

M S XS

Verslaðu hér

  • Systur & makar
    V D Hönnunarhús ehf 865 9059 Síðumúla 32, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt